Starfsþróunarnefnd

PERSÓNUÁLAG VEGNA STARFSÞRÓUNARNÁMSKEIÐA

Starfsþróunarnefnd birtir hér reglur um framkvæmd gr. 10.2.1 og bókana um mat á starfstengdu námi með kjarasamningum frá 2015 til 2019 og lista yfir starfstengt nám sem nefndin staðfestir að uppfylli skilyrði um ávinnslu persónuálags skv. fyrrnefndu ákvæði kjarasamninga.

Við mat á starfstengdu námi til persónuálags er starfsmönnum sveitarfélaga skipt í tvo hópa, þ.e. annars vegar þá sem ekki hafa lokapróf á framhaldsskólastigi og hins vegar þá sem hafa lokapróf á framhaldsskólastigi (2 til 4 ár) skv. gr. 10.2.3 í gildandi kjarasamningum.

Fyrri hópurinn getur fengið heilstætt starfstengt nám, sem er a.m.k. 150 kest. (kennslustundir) að lengd, metið til 2% persónuálags. Hópurinn sem hefur lokið framhaldsskólaprófi getur með sama hætti fengið  2% persónuálag vegna styttri starfstengdra námskeiða sem samanlagt ná a.m.k. 150 kest.

ATHUGIÐ: Eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða var samþykkt í starfsþróunarnefnd 12. mars 2018:  Við innleiðingu á þessu ákvæði samningsins gildir að starfsmenn hafa frest til 15 apríl 2018 til að skila inn fullnægjandi gögnum sem gilda frá 1. janúar 2018.  Eftir þann tíma þurfa gögn að hafa borist fyrir 15 dag hvers mánaðar.

FYRIR ÞÁ SEM EKKI HAFA LOKAPRÓF Á FRAMHALDSKÓLASTIGI

Reglur fyrir þá sem ekki hafa lokapróf

Listi yfir starfstengt nám


FYRIR ÞÁ SEM HAFA LOKAPRÓF Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI

Reglur fyrir þá sem hafa lokapróf

Listi yfir starfstengt nám

Listi yfir starfstengt nám hjá Félagi skipstjórnarmanna

Starfsþróunarnefnd uppfærir lista yfir starfstengt nám eftir því sem við á.

Launagreiðendur og stéttarfélög beini erindum varðandi mat á námskeiðum sem ekki eru tilgreind á lista nefndarinnar til starfsþróunarnefndar á netfangið: starfsthrounarnefnd@samband.is.

Fundargerðir Starfsþróunarnefndar:
10. fundur, 15. janúar 2018
11. fundur, 12. febrúar 2018
12. fundur, 26. febrúar 2018
13. fundur, 12. mars 2018
14. fundur, 26. mars 2018
15. fundur, 9. apríl 2018
17. fundur, 8. maí 2018

Starfsþróunarnefnd:
Fulltrúar sambandsins:
Inga Rún Ólafsdóttir
Berglind Eva Ólafsdóttir
Ellisif Tinna Víðisdóttir
Margrét Sigurðardóttir

Fulltrúar BSRB:
Arna Jakobína Björnsdóttir
Karl Rúnar Þórsson

Fulltrúi ASÍ:
Árni Steinar Stefánsson

Netfang nefndarinnar er: starfsthrounarnefnd@samband.is