Starfsþróunarnefnd

PERSÓNUÁLAG VEGNA STARFSÞRÓUNARNÁMSKEIÐA

Eftirfarandi grein 10.2.1 tekur gildi frá 1. janúar 2018.

Starfsmenn sem ljúka starfstengdu námi eða námskeiði a.m.k. 150 klst. sem nýtist í starfi og er sérsniðið að þörfum sveitarfélaga, geta að hámarki fengið 2% persónuálag fyrir námið.  Skilyrði þess er að námið sé kennt af fræðsluaðilum, sem hlotið hafa viðurkenningu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. 

Skilyrði er að námið hafi ekki verið metið í starfsmati í viðkomandi starfi og skal hækkunin taka gildi næstu mánaðamót eftir að starfsmaður leggur fram fullnægjandi gögn um námið.

Reglur starfsþróunarnefndar eru tilbúnar.  Unnið er að því að setja saman lista yfir námskeið sem eiga við um þessa grein.  Reglur og listi yfir námskeið verða birt hér á heimasíðunni fyrir áramót.

Netfang nefndarinnar er: starfsthrounarnefnd@samband.is