Verkefni sveitarfélaga

Sveitarfélögin hafa margháttuðum skyldum að gegna. Þeim er ætlað að leysa af hendi þau verkefni sem þeim eru falin innan ramma laga auk þess sem þau hafa visst svigrúm til að taka að sér önnur verkefni. Sveitarfélögin gegna einnig mikilvægu samfélagslegu hlutverki þar sem þau sinna hagsmunagæslu fyrir íbúa sína og er ætlað að efla þátttöku þeirra í sameiginlegum málum sveitarfélagsins. Hlutverk sveitarfélaganna hefur verið að þróast og breytast á undanförnum áratugum að undangengnum viðræðum milli ríkis og sveitarfélaga um yfirfærslu mikilvægra þjónustuverkefna frá ríki til sveitarfélaga.Verkefni sveitarfélagaÚtlit síðu: