Vefþing Nordregio

Minnt er á vefþing norrænu byggðastofnunar Nordregio 13. janúar þar sem norræn sveitarfélög í framvarðasveit jafnréttismála, þ. á m. Kópavogsbær, kynna það sem þau eru að gera til að innleiða 5. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og  það 10. um aukinn jöfnuð.

Fundurinn hefst kl. 12:00, miðvikudaginn 13. janúar en á fundinum verða m.a. fulltrúar frá Arendal í Noregi, Umeå í Svíþjóð auk fulltrúa frá Kópavogi sem áður er minnst á. Einnig mun NIKK (Nordic Information on Gender) vera með framsögu og fulltrúar frá botni Eystrasalts ræða um jafnrétti í Finnlandi.

Nánari upplýsingar og skráning á viðburðinn.