Umræðufundur um stofnun húsnæðis-sjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggð

Miðvikudaginn 26. janúar kl. 13:00-14:00 stóðu Samband íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fyrir streymisfundi þar sem farið var yfir forsendur samstarfs sveitarfélaga um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar (hses.).

Á fundinum var kynnt vinna sem farið hefur fram að undanförnu í góðu samstarfi HMS og sambandsins um drög að samþykktum fyrir félagið og önnur mikilvæg atriði sem vonandi munu auðvelda sveitarstjórnum að taka ákvörðun um þátttöku í félaginu.

Fundargerð fundarins

Dagskrá fundarins

  1. Opnun fundar og stutt upprifjun á tilgangi og markmiðum verkefnisins
    Karl Björnsson framkvæmdastjóri sambandsins
  2. Yfirferð valinna álitaefna í drögum að stofnsamþykktum hses.
    Rún Knútsdóttir, lögfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
  3. Fyrirspurnir og umræður
  4. Næstu skref
    Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins

Fundarstjóri var Karl Björnsson framkvæmdastjóri sambandsins.

Markmið fyrirhugaðs félags verður að stuðla að uppbyggingu og framboði á almennum íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir því að öll sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins geti lagt íbúðir inn í félagið eða tekið þátt í uppbyggingu. Markmiðið er að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum hses. félögum sem eiga aðeins fáar íbúðir.

Til fundarins er boðið fulltrúum sveitarfélaga sem sent hafa jákvæð svör um vilja til þátttöku í samstarfinu. Þau eru:

Akranes, Borgarbyggð, Dalabyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær,  Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Skagafjörður, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur Vopnafjarðarhreppur, Múlaþing, Fjarðabyggð, Mýrdalshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur og Grímsnes og Grafningshreppur.

Öðrum sveitarfélögum sem hafa áhuga á að kynna sér málið er einnig heimil þátttaka í fundinum.