Umdæmisráð og hvað þarf að hafa í huga við skipan þeirra

Þann 8. febrúar n.k. kl. 13-14 efnir Samband íslenskra sveitarfélaga til fundar á Teams  þar sem fjallað verður um umdæmisráð og hvað þarf að hafa í huga við skipan þeirra. Mikilvægt er að  sveitarfélög sem þurfa sameinast um umdæmisráð hefji viðræður sem fyrst um mögulega útfærslu ráðanna. 

Fundurinn verður tekinn upp og eru fundargestir hvattir til að hafa slökkt á myndavél og hljóðnema á meðan á fundinum stendur.

Eins og sveitarfélögum er kunnugt um þá  samþykkti Alþingi breytingar á barnaverndarlögum  sem fela í sér grundvallarbreytingar á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga. Samkvæmt lögunum verða barnaverndarnefndir lagðar niður og í stað þeirra verða starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar.  Breytingarnar taka gildi þann 28. maí 2022.

Þann 13. desember s.l. var sambandið með kynningu á breyttri skipan barnaverndar  í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið  og hvatti þá sveitarfélög og stjórnir landshlutasamtaka að fjalla á sínum vettvangi um stöðu undirbúnings fyrir þær breytingar sem eru framundan.