Ráðstefna á vegum SSV um aðdráttarafl og sameiningar sveitarfélaga - áskoranir og tækifæri fer fram í Breið, nýsköpunar og þróunarsetri, Bárugötu 8-10 Akranei, miðvikudaginn 25. október kl. 10:00-16:00.
Meðal fyrirlesara er Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarstjórarnir Unnur Valborg Hilmarsdóttir í Húnaþingi vestra og Björn Ingimarsson úr Múlaþingi. Þá mun Dennis Holm, sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi bæjarstjóri í Vági í Færeyjum flytja reynslusögu frá Vági.
Ráðstefnustjóri er Guðveig Lind Eyglóardóttir, formaður SSV.