SKÖR OFAR - Áfanganiðurstöður forverkefnis um framtíðarlausnar til meðhöndlunar brennanlegs úrgangs í stað urðunar
Þriðjudaginn 9. nóvember kl. 11:30-13:00 efnir Samband íslenskra sveitarfélaga og stýrihópur um hátæknibrennslu úrgangs til opins kynningarfundar á Teams. Fundurinn er fjórði fundurinn í kynningarröð forverkefnis um innleiðingu nýrrar framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar.
Unnið er að því að innleiða hringrásarhagkerfi á Íslandi og að ná settum markmiðum um endurvinnslu. Þrátt fyrir að það takist má búast við að ávallt falli til einhver úrgangur sem hvorki er hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu. Á þessum fundi verður farið yfir úttekt á heppilegust tæknilegu útfærslu hátækni sorpbrennslustöðvar, og fyrstu grófu hugmyndir um kostnað við slíkt verkefni.
Tengill inn á fundinn verður sendur til skráðra fundarmanna að morgni fundardags auk þess sem hann verður inn á vefsíðu sambandsins. Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér að neðan.
Opnun fundar Guðjón Bragason, sviðsstjóri Sambandi íslenskra sveitarfélaga |
Umhverfisþættir í hátækni sorpbrennslu Helga Jóhanna Bjarnadóttir verkfræðingur hjá Eflu |
Staðarval – niðurstöður bestunarlíkans Páll Jensson prófessor við HR |
Umræður, spurningar og svör |
Verkáætlun forverkefnis, staðan og áframhaldið Helgi Þór Ingason, prófessor og verkefnisstjóri forverkefnis |
Fundarslit |
Fundarstjóri er Guðjón Bragason sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins.