Skör ofar – Áhættugreining

Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 11:00-11:50 efna Samband íslenskra sveitarfélaga og stýrihópur um hátæknibrennslu úrgangs til kynningarfundar á Teams um annan áfanga forverkefnis um innleiðingu nýrrar framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar.

Þessi áfangi gengur út á að gera samanburð á tveimur möguleikum varðandi uppbyggingu brennslu á úrgangi með orkunýtingu (WtE - waste to energy) á Íslandi. Fundurinn er hluti af fundarröðinni Skör ofar og sá þriðji í röðinni þetta haustið. Þessi fundur mun fjalla um áhættugreiningu verkefnisins.

Dr. Helgi Þór Ingason verkefnisstjóri mun gera grein fyrir verkefninu og stýra umræðum. Auk hans tekur þátt Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur og gefur yfirlit yfir helstu niðurstöður sínar um áhættugreiningu. Á fundinum verður leitað eftir beinni þátttöku fundarmanna í umræðum um áhættu sem tengist verkefninu.

Tengill inn á fundinn verður sendur til skráðra fundarmanna að morgni fundardags auk þess sem hann verður settur hér inn á vefsíðu sambandsins. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér að neðan.

Fundurinn verður tekinn upp og upptaka aðgengileg á vefsíðu sambandsins.

Dagskrá:

Setning fundar
Inngangur og stutt yfirlit yfir verkefnið, tilgang og stöðu.
Dr. Helgi Þór Ingason
Hvað er áhættugreining og af hverju er hún mikilvæg fyrir þetta verkefni?
Svana Helen Björnsdóttir
Umræður, spurningar og svör
– hvað vilja fundarmenn segja um áhættu sem tengist hátækni sorpbrennslu?
Kynning á niðurstöðum áhættugreiningar í verkefninu
Svana Helen Björnsdóttir
Lokaorð fundarstjóra

Fundarstjóri: Hugrún Geirsdóttir, sérfræðingur hjá sambandinu.

Skráning á fundinn