Í framhaldi af upplýsingapósti sem sendur var 25. október síðastliðinn vegna fyrirhugaðs sameiginlegs útboðs á slökkvibílum fyrir sveitarfélögin, bjóða Ríkiskaup til kynningarfundar á Teams um aðferðarfræði útboðsins og möguleika um mismunandi afhendingartíma, þannig verður hægt að spyrja og hafa umræðu um verkefnið.
Fundurinn verður fimmtudaginn 25. nóvember, kl. 10:00 – 10:30. Þau ykkar sem ætlið að sækja fundinn eru vinsamlega beðin um að skrá sig hér og í framhaldinu verður ykkur sent fundarboð.