Nýsköpunardagur hins opinbera – Græn nýsköpun

Nýsköpunardagurinn 2022 verður haldinn þann 17. maí nk.  Þema Nýsköpunardagsins í ár er: Græn nýsköpun. 

  • Staður: Gróska
  • Streymi: Teams
  • Þema: Græn nýsköpun

Markmið dagsins er að hvetja til aukinnar nýsköpunar hjá hinu opinbera, m.a. með því að deila reynslusögum og mynda tengsl sem geta leitt af sér spennandi verkefni í framtíðinni.

Nýsköpunardagurinn er árlegur viðburður á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Samband íslenskra sveitarfélaga og Ríkiskaupa sem liður í Nýsköpunarvikunni.

Þátttökugjald er 3.900 krónur í sal en 1.900 ef þátttaka fer fram í gegnum streymi.

Taktu þátt í dagskrárgerð Nýsköpunardagsins!

Við viljum heyra af áhugaverðum verkefnum um græna nýsköpun á vegum hins opinbera og tengdum verkefnum.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að láta okkur vita af verkefnum sem þú telur að eigi erindi á stóra sviðinu á Nýsköpunardeginum.