Málefni barna með alvarlegar geð- og þroskaraskanir

Samband íslenskra sveitarfélaga efndi til umræðu- og upplýsingafundi um málefni barna með alvarlegar geð- og þroskaraskanir. Fundurinn var haldinn í Háteigi á Grand hótel föstudaginn 9. febrúar 2018 frá kl. 13:00 - 16:00.

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur hér á vef sambandsins.

Tilgangur fundarins var að kalla saman þá aðila sem koma að málefnum barna með geð- og þrosakaraskanir. Farið var yfir hver staða mála er í dag og hvernig mæta megi þörfum umræddra barna og fjölskyldna sem best. Enda þótt um fremur fámennan hóp barna sé að ræða á hverjum tíma, er verkefnið af þeirri stærðargráðu að samstilltra aðgerða er þörf og með það fyrir augum hafa sveitarfélögin kallað eftir aðgerðum. Á meðal þess sem huga verður að í þessu sambandi eru sérhæfð búsetuúrræði, kostnaðarmat og fjármögnun með hliðsjón af aðkomu félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndar og uppeldis- og menntastofnana.

Til fundarins voru boðaðir félagsmálastjórar og stjórnendur í málefnum fatlaðs fólks, stjórnendur og starfsmenn í barnavernd, Barnaverndarstofa, stjórnendur og sérfræðingar Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins, BUGL, formenn velferðar- og félagsmálanefnda sveitarfélaga og skólanefnda, stjórnendur skólamála, framkvæmdastjórar sveitarfélaga sem og fulltrúar ráðuneyta og hagsmunaaðila.

Setning fundarins: Valgerður Freyja Ágústsdóttir fundarstjóri
Þjónuststa við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir: Ingibjörg Broddadóttir, staðgengill skrifstofustjóra Velferðarráðuneytis.
Kortlagning á gráum svæðum: Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Börn með fjölþættan þroska- og geðvanda: Ingólfur Einarsson og Guðrún Þorsteinsdóttir, Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins.
Þróun úrræða og meðferðarheimili: Bragi Guðbrandsson og Halldór Hauksson Barnaverndarstofu.
Sjónarhorn sveitarfélags: Rannveig Einarsdóttiri Hafnarfjarðarbær
Öflug ÞJónusta í nærumverfi: Kristjana Gunnarsdóttir, velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Sjónarhorn heilbrigðiskerfisins: Helga Jörgensdóttir, BUGL
Ellý Alda Þorsteinsdóttir: skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu