Landsfundur um jafnréttismál

Fyrirhugað er að halda landsfund um jafnréttismál fimmtudaginn 14. október.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á vef Jafnréttisstofu.

Takið daginn frá.

Ný jafnréttislöggjöf (lög nr. 150/2020 og 151/2020).
Fjallað verður almennt um lögin og helstu breytingar á þeim.
Ný jafnréttislöggjöf og áhrif hennar á sveitarfélög.
Sérstaklega verður rætt um áætlanir sveitarfélaga um jafnréttismál og ákvæði um menntun og skólastarf.
Þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, 2021-2025
Farið verður yfir mikilvægt hlutverk Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaganna í tengslum við skólastarf, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, íþrótta- og æskulýðsstarf og annað tómstundastarf.
Hvað er að gerast í jafnlaunamálum sveitarfélaganna?
Hvað er efst á baugi? Hver er staða jafnlaunavottunar o.fl.
Atvinnuþátttaka og tekjumunur eftir búsetu.
Kynning á verkefni í Byggðaáætlun 2018-2024.