Landsáætlun í skógrækt 2021-2031

Skógræktin og Samband íslenskra sveitarfélaga efndu til kynningarfundar föstudaginn 11. júní kl. 09:00-10:00. Fundurinn var haldinn með rafrænum hætti á Teams. Upptöku af fundinum má nálgast hér að neðan.

Tilefnið varr að kynna drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031, ásamt drögum að umhverfismati áætlunarinnar, fyrir sveitarfélögunum. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og formaður verkefnaráðs landsáætlunar í skógrækt fór yfir helstu þætti nýrrar áætlunar og þá sérstaklega það sem snýr að sveitarfélögunum. Drögin hafa verið send sveitarfélögunum til umsagnar og var umsagnarfrestur 18. júní nk.

Drög að landsáætlun í skógrækt (tengill yfir á vef Skógræktarinnar)

Upptaka frá fundinum

  1. Inngangsorð
    Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkur og skógarbóndi, tilnefnd af SÍS í verkefnaráð landsáætlunar í skógrækt
  2. Landsáætlun í skógrækt 2021-2031 sem stefnumótunar- og stjórntæki fyrir sveitarfélögin
    Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og formaður verkefnaráðs landsáætlunar í skógrækt
  3. Spurningar og umræður
  4. Fundarlok