Kynningarfundur um málefni vatnsveitna

Haldinn á Teams mánudaginn 6. desember 2021 kl. 13:00-14:30.

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

Dagskrá:

 1. Fjármagnskostnaður - skilgreining og forsendur samkvæmt ákvæðum laga um vatnsveitur sveitarfélaga. Nauðsyn þess að tekin séu af tvímæli með lagabreytingu. Dómsmál o. fl.
  Baldur Dýrfjörð, lögfræðingur Samorku
 2. Gjaldskrár vatnsveitna - uppbygging og áherslur með tilliti til leiðbeininga Sveitarstjórnarráðuneytisins. Frumkvæðisathugun o. fl. Staða málsins og næstu skref.
  Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga
 3. Umræður og fyrirspurnir
 4. Mat á mengunarhættu vegna umferðar um vatnsverndarsvæði. Leiðbeinandi hönnunarforsendur vega sem liggja um vatnsverndarsvæði
  Ragnhildur Gunnarsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu.
 5. Umræður og fyrirspurnir

Fundarstjóri: Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.