Kynningarfundur um innleiðingu á nýjum barnaverndarlögum

Miðvikudaginn 24. ágúst kl. 13.00 verður haldinn kynningarfundur um innleiðingu laga nr. 107/2021 um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002 er varðar stofnun barnaverndarþjónustu og umdæmisráða barnaverndar. 

Um er að ræða fjarfund  á Teams sem er ætlaður fyrir sveitarstjórnarfólk, framkvæmdastjóra sveitarfélaga og stjórnendur í félagsþjónustu og barnavernd. Fundurinn verður tekinn upp og birtur hér á síðu fundarins.

Dagskrá fundar

 • Hlutverk starfshóps um innleiðingu breyttra barnaverndarlaga
  María Kristjánsdóttir félagsþjónustufulltrúi sambandsins
 • Breytt skipan barnaverndar – Barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar
  Anna Tryggvadóttir lögfræðingur mennta- og barnamálaráðuneytis
 • Umdæmisráð barnaverndar á landsvísu
  Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri sveitarfélagsins Múlaþings og
  Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogs
 • Umræður

Upptaka frá fundinum