Kórónukreppan: Af hverju ætti ríkið að styðja sveitarfélögin fjárhagslega?

Málstofa í tengslum við fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Líkt og alla föstudaga í október, og fram í nóvember, verður fjármálaráðstefnu sveitarfélaga fram haldið með aðstoð Teams fjarfundabúnaðarins.

Föstudaginn 13. nóvember verður fimmta föstudagsráðstefnan haldin undir yfirskriftinni Kórónukreppan: Af hverju ætti ríkið að styðja sveitarfélögin fjárhagslega? Fundurinn hefst kl. 09:00 og áformað er að honum ljúki ekki síðar en kl. 11:00.

Sem fyrr munu þeir sem skráðu sig á fjármálaráðstefnuna, sem fór fram 1. og 2. október sl., fá sendan tengil inn á fundinn í tölvupósti. Þeir sem ekki voru skráðir en hafa áhuga á að taka þátt í fundinum geta komið þessa síðu að morgni fundardags og tengst fundinum í gegnum tengil sem verður settur hér inn að morgni.

Dagskrá:

Fiscal responses to the COVID-19 crisis: What are governments doing to cope?
Sean Dougherty, OECD – Upptaka af erindi Sean
Samstarf sveitarfélaga og ríkissjóðs á tímum Covid
Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka – Upptaka af erindi Kristrúnar

Fundarstjóri: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga