Hátæknibrennsla sem framtíðarlausn

Breyttir tímar – breyttar kröfur – nýjar lausnir

Mánudaginn 11. janúar 2021, kl. 10-12, efna Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samstarfsvettvangur sorpsamlaga á suðvesturhorninu, til opins kynningar- og umræðufundar um fyrirliggjandi greiningu á þörf fyrir hátæknibrennslu til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi og fyrstu aðgerðum til undirbúnings að uppbyggingu innviða til brennslu. Fundurinn fer fram í gegnum samskiptaforritið Teams.

Fundurinn hefst stundvíslega kl. 10:00 með ávarpi umhverfis- og auðlindaráðherra.

  • Mjög mikilvægt er að þátttakendur hafi slökkt á myndavél sinni og hljóðnema allan tímann.
  • Er það nauðsynlegt til að gæði streymisins og upplifun annarra þátttakenda verði sem best og einnig vegna þess að fundurinn er tekinn upp og þeir sem hafa kveikt á myndavélinni eru sýnilegir á upptökunni.
  • Hvatt er til þess að þátttakendur verði komnir inn á fundinn a.m.k. 5-10 mínútum áður en hann hefst.
  • Dagskrá fundarins og upptökur að honum loknum má nálgast á þessari síðu að fundi loknum.

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Dagskrá:

10:00Opnun - Upptaka af erindi ráðherra
Umhverfis- og auðlindaráðherra
Greining á þörf fyrir brennslu úrgangs til framtíðar  - Upptaka af erindi Karls
Karl Eðvaldsson, framkvæmdastjóri Resource International ehf.
Aðgerðir sorpsamlaga á suðvesturhorninu vegna breyttrar meðhöndlunar og lágmörkun urðunar - Upptaka af erindi Páls
Páll Guðjónsson verkefnastjóri
Reynsla af brennslu innanlands – stefna og straumar erlendis - Upptaka af erindi Steinþórs
Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri Kölku
 Hátæknibrennsla – tæknin og helstu framleiðendur - Upptaka af erindi Teits
Teitur Gunnarsson verkfræðingur, Mannvit, verkfræðstofa
Verkefnið framundan, næstu skref – Vegvísir - Upptaka af erindi Helga Þórs
Helgi Þór Ingason fyrrv. framkvæmdastjóri SORPU og Páll Guðjónsson verkefnastjóri
Fyrirspurnir og umræður - Upptaka af umræðum
12:00Áætluð fundarlok

Fundarstjóri: Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga