Alla föstudaga í október, og hugsanlega fram í nóvember, verður fjármálaráðstefnu sveitarfélaga fram haldið með aðstoð Teams fjarfundabúnaðarins. Málstofurnar standa yfir frá kl. 09:00-11:00. Þriðja föstudagsmálstofan fer fram 23. október undir yfirskriftinni Fjármögnun, skuldabréf græn og önnur, og um þróun vaxta.
Opnað verður inná fundinn kl. 08:15 að morgni fundardags. Smelltu hér til að tengjast fundinum.
Fundarboð verður sent til þeirra sem skráðu sig á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem fram fór 1. og 2. október en tengill á ráðstefnuna mun birtast hér síðdegis fimmtudaginn 22. október.
Dagskrá fundarins:
Fjármögnun sveitarfélaga á Covid tímum - Upptaka af erindi Óttars Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. - Glærur |
Reykjavíkurborg: Græn skuldabréf – Ferlið - Upptaka af erindi Helgu Helga Benediktsdóttir, skrifstofustjóri fjárstýringar- og innheimtuskrifstofu Reykjavíkurborgar- Glærur |
Vextir í sögulegu lágmarki. Orsakir og afleiðingar - Upptaka af erindi Yngva Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja - Glærur |
Erum við nógu græn? - Upptaka af erindi Kjartans Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar- Glærur |