Erum við tilbúin? Loftslagsbreytingar og innviðir

Samband íslenskra sveitarfélaga og Mannvit standa að fræðsluviðburði og pallborðsumræðu um áhrif loftslagsbreytinga á sveitarfélög, fyrirtæki og innviði. Viðburðurinn fer fram á Grand hóteli í Reykjavík, föstudaginn 3. febrúar og stendur frá kl. 08:30-10:00. Húsið opnar kl. 08:00 með kaffi og léttum veitingum.

Fundurinn var einnig í streymi á vef - má sjá upptöku hér fyrir neðan.

Aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi
Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður Skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands
Sjávarflóð og varnir sveitarfélaga
Fannar Gíslason, forstöðumaður Hafnadeildar Vegagerðarinnar
Loftslagsbreytingar og vátryggingar
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands
Aukinn viðnámsþróttur íslensks samfélags - Hvernig undirbúum við innviði, mannvirki og samfélagið?
María Stefánsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Mannvit
Pallborð
Hrönn Hrafnsdóttir, deildarstjóri loftslagsmála hjá Reykjavíkurborg
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóri
Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundarstjóri: Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannvit