Sveitarfélagaskólinn

Sveitarfélagskólinn opnar 16. maí. Hér getur þú skráð þig í skólann.

Athugið að það geta liðið 2-3 dagar áður en nemandi fær sent lykilorð og aðgangur verður virkur.

Sveitarfélagaskólinn er stafrænn vettvangur með námskeiðum fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga. Aðrir áhugasamir aðilar geta einnig keypt aðgang að Sveitarfélagaskólanum. Hægt er að kaupa aðgang með því að senda tölvupóst á samband@samband.is. Greitt er árgjald fyrir aðgang að skólanum.

Vonir sambandsins standa til þess að með Sveitarfélagaskólanum verði námsefnið skemmtilegt, skipulagt og aðgengilegt fyrir þátttakendur, en einnig að námskeiðin efli sveitarstjórnarfólk og starfsfólk sveitarfélaga til góðra starfa sveitarfélagi og samfélagi til heilla.

Skólinn opnar 16. maí 2022