Sveitarfélagaskólinn

Sveitarfélagaskólinn er stafrænn vettvangur með námskeiðum fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga. Aðrir áhugasamir aðilar geta einnig keypt aðgang að Sveitarfélagaskólanum. Greitt er árgjald fyrir aðgang. Smelltu hér til að nýskrá þig í skólannAthugið að það geta liðið 2-3 dagar áður en nemandi fær sent lykilorð og aðgangur verður virkur.

Vonir sambandsins standa til þess að með Sveitarfélagaskólanum verði námsefnið skemmtilegt, skipulagt og aðgengilegt fyrir þátttakendur, en einnig að námskeiðin efli sveitarstjórnarfólk og starfsfólk sveitarfélaga til góðra starfa sveitarfélagi og samfélagi til heilla. 

Hér má nálgast yfirlit yfir námskeiðin níu í skólanum og innihald þeirra.

Athygli er vakin á því að vegna sumarleyfa munu nýskráningar í skólann á tímabilinu 11.júlí til 12. ágúst verða lesnar inn í kerfið vikulega, eða á föstudögum. Því getur sá sem skráir sig á þessu tímabili átt von á að það líði allt að vika frá nýskráningu og þar til lykilorð er sent.