Stjórnsýslu- og upplýsingalög

Stjórnsýslulög

Stjórnsýslulög, nr. 37/1993 eru grundvallarlög um framkvæmd stjórnsýslu . Lögin gilda m.a. um stjórnsýslu sveitarfélaga að öðru leyti en því að 20. gr. sveitarstjórnarlaga um hæfi til þátttöku í meðferð og afgreiðslu einstakra mála veitir aukið svigrúm en ákvæði stjórnsýslulaga. Þarf því, þegar hæfi kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélaga er metið, að lesa samþykktir sveitarfélagsins sem og ákvæði stjórnsýslulaga og sveitarstjórnarlaga til að meta hæfi.

Stjórnsýslulögin gilda þegar handhafi stjórnsýsluvalds tekur ákvörðun um rétt manna og skyldur, þ.e. svokallaða stjórnvaldsákvörðun. Í lögunum er að finna almennar reglur um meðferð stjórnsýslumáls, þ. á m. um andmælarétt, reglur um birtingu ákvörðunar, rökstuðning, afturköllun ákvörðunar, stjórnsýslukærur og fleira. Lögin fela í sér lágmarkskröfur sem gera verður til stjórnsýslunnar. Það hefur m.a. þá þýðingu að stjórnsýsla sveitarfélaga má ekki fela í sér lakari rétt fyrir borgara en lögin gera ráð fyrir en hins vegar geta sérákvæði laga eða samþykkta sveitarfélaga gert strangari kröfur til stjórnsýslunnar en felast í lögunum.

Þó stjórnsýslulögin gildi eingöngu þegar ákvarðanir eru teknar um rétt manna og skyldur þykir rétt að vekja athygli á því að þar má finna ákveðnar meginreglur sem ætlast er til að séu hafðar að leiðarljósi við alla ákvörðunartöku, óháð því hvort um sé að ræða stjórnvaldsákvörðun samkvæmt stjórnsýslulögum eða aðrar ákvarðanir sveitarfélags.

Upplýsingalög

Upplýsingalög nr. 50/1996 gilda m.a. um stjórnsýslu sveitarfélaga. Í lögunum er að finna  reglur um rétt  almennings til aðgangs að upplýsingum sem og reglur um rétt  aðila til aðgangs að upplýsingum um hann sjálfan. Í lögunum er einnig að finna nánari reglur um hvernig upplýsingaréttinum skuli fullnægt, s.s. um rétt til ljósrita og afrita, og ákvæði um úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem hægt er að vísa málum til ef ágreiningur rís um framkvæmd upplýsingalaga.

Forsætisráðuneytið hefur birt góðar upplýsingar um upplýsingalögin ásamt því að þar er starfandi ráðgjafi um upplýsingarétt almennings. Ráðgjafinn á meðal annars að vera stjórnvöldum og öðrum aðilum sem falla undir gildissvið laganna til ráðgjafar um meðferð beiðna um aðgang að gögnum og töku ákvarðana um rétt beiðanda til aðgangs. Sveitarfélög geta því leitað til ráðgjafans ef þau þurfa á frekari ráðgjöf að halda varðandi framkvæmd upplýsingalaga.

Beiðni um upplýsingar

Þegar aðili óskar eftir upplýsingum frá sveitarfélögum þarf ávallt að meta hvort sú beiðni sé á grundvelli laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, á grundvelli stjórnsýslulaga eða á grundvelli upplýsingalaga. Sveitarfélag ber að greina hvaða lög eiga við hverju sinni og leiðbeina aðila ef þörf er á.

Sambandið hefur tekið saman stutta skýringamynd til að endurspegla muninn á rétti til upplýsinga eftir því hvaða lög eiga við hverju sinni. Athygli er vakin á því að um er að ræða mjög einfaldaða mynd og öll lögin fela í sér undanþágur frá afhendingarskyldu er meta þarf hverju sinni.

StjórnsýslulögUpplýsingalögPersónuverndarlögBarnalög
Hver á rétt á upplýsingumAðilar málsAlmenningur og aðilinn sjálfurPersónan sjálfForsjárlausir foreldrar
Hvaða upplýsingumÖll gögn málsinsÖll gögn innan stjórnsýslunnarÖll gögn um sjálfan sigÖll gögn um barnið (sumt munnlega)
AfgreiðslutímiSvo fljótt sem unnt er. Ef tafir verða skal skýra aðila máls frá því.7 dagar frá móttöku, annars skal skýra frá ástæðu fyrir töfum / 30 virka dögum frá móttöku er hægt að kæra til úrskurðarnefndar hafi beiðni ekki verið afgreiddÁn ótilhlýðilegra tafa og eigi síðar en innan mánaðar. Hægt er að lengja frest um tvo mánuði ef þörf er á.Fer eftir því hvort beiðnin byggir á stjórnsýslulögum, upplýsingalögum eða lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Helstu undanþágur er geta átt við í starfi sveitarfélagaRéttur aðila máls til aðgangs að gögnum tekur ekki til:

Bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.
Vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Þó á aðili aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.
Þegar sérstaklega stendur á er stjórnvaldi heimilt að takmarka aðgang aðila máls að gögnum ef hagsmunir hans af því að notfæra sér vitneskju úr þeim þykja eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna- eða einkahagsmunu
Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur ekki til:
* gagna sem útbúin eru af sveitarfélögum, samtökum þeirra eða stofnunum og varða sameiginlegan undirbúning, tillögugerð eða viðræður þessara aðila við ríkið um fjárhagsleg málefni sveitarfélaga,
* bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað,
* gagna sem tengjast málefnum starfsmanna, sbr. 7. gr.,
* vinnugagna, sbr. 8. gr.
Réttindi hins skráða til upplýsinga gilda ekki ef brýnir hagsmunir einstaklinga tengdir upplýsingunum, þar á meðal hins skráða sjálfs, vega þyngra.
Heimilt er með lögum að takmarka rétt sem veittur virði slík takmörkun eðli grundvallarréttinda og mannfrelsis og teljist nauðsynleg og hófleg ráðstöfun í lýðræðisþjóðfélagi til að tryggja:
1. þjóðaröryggi;
2. landvarnir;
3. almannaöryggi;
4. það að koma í veg fyrir, rannsaka, koma upp um eða saksækja fyrir refsiverð brot eða fullnægja refsiviðurlögum, þ.m.t. að vernda gegn og koma í veg fyrir ógnir við almannaöryggi;
5. önnur mikilvæg markmið sem þjóna almannahagsmunum, einkum efnahagslegum eða fjárhagslegum, þ.m.t. vegna gjaldeyrismála, fjárlaga og skattamála, lýðheilsu og almannatrygginga;
6. vernd skráðs einstaklings, brýnna almannahagsmuna eða grundvallarréttinda annarra;
7. það að einkaréttarlegum kröfum sé fullnægt;
8. lagaákvæði um þagnarskyldu.
Hagsmunir foreldris af því að notfæra sér þær þykja víkja fyrir mun ríkari almanna- eða einkahagsmunum, þar á meðal ef telja verður að upplýsingagjöf sé skaðlegt fyrir barn. Einnig eru upplýsingar um hitt foreldrið undanskildar