Alþingi hefur eftir að COVID-19 heimsfaraldurinn kom upp í upphafi árs 2020 fjallað um tvo aðgerðapakka til að bregðast við afleiðingum faraldursins. Í báðum tilvikum er um að ræða bandorma um breytingar á ýmsum lögum auk samþykktar sérstakra fjáraukalaga þar sem kveðið er á um fjármögnun aðgerða. Tilefni þykir til að gera stuttlega grein fyrir þeim aðgerðum sem snúa ýmist beint eða óbeint að sveitarfélögum ásamt tengingum þeirra við viðspyrnuáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. mars 2020.