Skipulagsmálanefnd

Skipulagsmálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hélt sinn fyrsta fund 25. mars 2010.
Í erindisbréfi nefndarinnar segir m.a.:

Hlutverk skipulagsmálanefndar er:

Að vera ráðgefandi fyrir stjórn og starfsmenn sambandsins í skipulagsmálum, svo sem varðandi fyrirhugaðar breytingar á lögum og reglum um skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum. Einnig fylgist nefndin með þróun umhverfislöggjafar sem tengist skipulagsgerð sveitarfélaga, meðal annars um flóðavarnir og stjórn vatnamála.

Á fyrsta fundi skipulagsmálanefndar var lögð áhersla á að efla upplýsingaflæði milli sambandsins og sveitarfélaga. Nefndin hvetur sveitarfélögin jafnframt til þess að skiptast á umsögnum um frumvörp og upplýsa sambandið um afstöðu sína til stefnumarkandi atriða.

Nefndina skipa 2022-2026:

  • Halla Björk Reynisdóttir, formaður skipulagsmálaráðs Akureyrarbæjar,
  • Sveinn Björnsson, byggingarfulltrúi Reykjanesbæjar,
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar Ísafjarðarbæjar og stjórnarmaður í sambandinu,
  • Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins og
  • Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi og stjórnarmann í sambandinu.

Staða helstu verkefna á málefnasviði skipulagsmálanefndar sambandsins (26.11.2022)