Skipulagsmál

Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir eitt sveitarfélag og skal taka til alls lands viðkomandi sveitarfélags. Í aðalskipulagi setur sveitarstjórn fram stefnu sína um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu til minnst 12 ára. Í aðalskipulagi er lagður grundvöllur fyrir deiliskipulagsgerð einstakra svæða í sveitarfélaginu.

Ef tvö eða fleiri sveitarfélög telja þörf á að samræma og setja fram sameiginlega stefnu varðandi tiltekna þætti landnotkunar og þróunar byggðar geta þau unnið svæðisskipulag. Stefna svæðisskipulags skal taka til minnst 12 ára og ná til alls lands viðkomandi sveitarfélaga, nema í þeim sveitarfélögum sem ná inn á miðhálendið.

Verklag við staðfestingu ákvarðana skipulagsnefnda.