Landsskipulagsstefna

Í landsskipulagsstefnu eru settar fram áherslur um skipulagsmál sem varða almannahagsmuni og byggðaþróun og landnotkun á landsvísu. Í henni koma fram leiðarljós í skipulagsmálum fyrir landið í heild, til leiðbeiningar við gerð skipulagsáætlana sveitarfélaga. Þá er í landsskipulagsstefnu samþættar áætlanir opinberra aðila m.a. um samgöngur, byggðamál, náttúruvernd, orkunýtingu, húsnæðismál og aðra málaflokka sem varða landnotkun. Landsskipulagsstefna getur varðað m.a. byggðaþróun, búsetumynstur og landnotkun, gæði umhverfis, náttúru- og menningarminjar, náttúruauðlindir og nýtingu þeirra, samgöngur og veitur, náttúruvá, loftslagsmál með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Í landsskipulagsstefnu skal ávallt setja fram stefnu um skipulagsmál miðhálendisins. Þar er samræmd stefna um skipulagsmál sérstaklega útfærð fyrir miðhálendi Íslands. Við mörkun fyrstu landsskipulagsstefnu fyrir miðhálendið er höfð hliðsjón af vinnu samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendisins.

Vefur Skipulagsstofnunar um landsskipulagsstefnu.