Mannréttindi

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er skipað kjörnum fulltrúum á sveitarstjórnarstigi frá öllum aðildarlöndum Evrópuráðsins og þ. á m. Íslandi. Meginhlutverk þingsins er að fylgjast með stöðu staðbundins lýðræðis í aðildarlöndunum og mannréttindamála. Þingið gaf í febrúar 2019 út mannréttindahandbók fyrir sveitarfélög þar sem er sérstök áhersla á stöðu viðkvæmra hópa, s.s.  innflytjenda, flóttamanna, Rómafólks og LGBTI hópa. Í bókinni eru einnig upplýsingar um mörg fyrirmyndarverkefni evrópskra sveitarfélaga á sviði mannréttinda.

Þingið vinnur nú (2020) að framhaldsútgáfu þar sem áherslan verður á félagsleg réttindi og verður hún aðgengileg hér þegar hún er frágengin.