Jafnréttis- og mannréttindamál

Í 12. gr. jafnréttislaga er kveðið á um að sveitarstjórnir skulu skipa jafnréttisnefnd sem á að vinna samkvæmt jafnréttislögunum. Hún á að hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlunar fyrir sveitarstjórnina til fjögurra ára en hana á að leggja fram ekki síðar en ári eftir kosningar. Jafnréttisstofa hefur gefið út almennar leiðbeiningar við gerð jafnréttisáætlana sem sveitarfélög geta nýtt sér.

Í  lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, er sérstaklega fjallað um jafnréttismál í sveitarfélögum. Samkvæmt 12. gr. laganna skulu sveitarstjórnir, að loknum sveitarstjórnarkosningum, skipa jafnréttisnefndir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan viðkomandi sveitarfélags. Skulu nefndirnar vera ráðgefandi fyrir sveitarstjórnir í málefnum er varða jafnrétti kynjanna og fylgjast með og hafa frumkvæði að aðgerðum, þar með talið sértækum aðgerðum, til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan viðkomandi sveitarfélags. Þetta eiga sveitarstjórnir að gera að loknum sveitarstjórnarkosningum.

Þá skulu jafnréttisnefndir hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlunar  til fjögurra ára, þar sem m.a. komi fram hvernig unnið skuli að kynjasamþættingu á öllum sviðum ásamt framkvæmdaáætlun um það hvernig leiðrétta skuli mismun á söðu kvenna og karla innan sveitarfélagsins.

Jafnréttisáætlanir skulu lagðar fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.

Mannréttindamál

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er skipað kjörnum fulltrúum á sveitarstjórnarstigi frá öllum aðildarlöndum Evrópuráðsins og þ. á m. Íslandi. Meginhlutverk þingsins er að fylgjast með stöðu staðbundins lýðræðis í aðildarlöndunum og mannréttindamála. Þingið gaf í febrúar 2019 út mannréttindahandbók fyrir sveitarfélög þar sem er sérstök áhersla á stöðu viðkvæmra hópa, s.s.  innflytjenda, flóttamanna, Rómafólks og LGBTI hópa. Í bókinni eru einnig upplýsingar um mörg fyrirmyndarverkefni evrópskra sveitarfélaga á sviði mannréttinda.

Þingið vinnur nú (2020) að framhaldsútgáfu þar sem áherslan verður á félagsleg réttindi og verður hún aðgengileg hér þegar hún er frágengin.

Sveitarfélög sem hafa samþykkt Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum

Úttekt á CEMR á þátttöku kvenna í sveitarstjórnum í Evrópu

Evrópusamtök sveitarfélagasamtaka, CEMR, sem sambandið á aðild að, birtu á síðasta ári niðurstöður yfirgripsmiklar rannsóknar á þátttöku kvenna í sveitarstjórnum í Evrópu. Ísland er þar með hæsta hlutfall kvenna bæði í sveitarstjórnum og meðal bæjarstjóra.