Handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa

Í nóvember 2017 gaf Samband íslenskra sveitarfélaga út Handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa. Handbókinni var fylgt eftir í marsmánuði 2018 með kynningarfundi í húsakynnum Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins, og Sigurborg Kr. Hannesdóttir, sérfræðingur hjá Ildi og fyrrum bæjarfulltrúi í Grundarfirði, fóru markvisst yfir handbókina.

Fundurinn var tekinn upp en nokkrir fundargestir fylgdust með í gegnum Skype forritið. Hér að neðan má sjá upptökur af fundinum og glærur og annað efni sem Anna og Sigurborg studdust við.