Starfsþróunarnefnd

Starf starfsþróunarnefndar grundvallast á ákvæðum í 10. kafla kjarasamninga Samninganefndar sveitarfélaga við stéttarfélög innan BSRB og ASÍ. Nefndin er skipuð þrem fulltrúum frá Samninganefnd sveitarfélaga, tveim fulltrúum frá BSRB og einum fulltrúa frá ASÍ. Varamenn eru skipaðir með sama hætti. Formaður nefndarinnar kemur frá Samninganefnd sveitarfélaga og varaformaður úr hópi fulltrúa stéttarfélaga. Formaður og varaformaður hafa náið samstarf um fundaboðun, skipulag funda og verkefna.

Starfsþróunarnefnd hefur m.a. það hlutverk að:

  • Vera sameiginlegur vettvangur samningsaðila til eflingar tækifæra starfsmanna sveitarfélaga til framhaldsfræðslu.
  • Vinna að nánari útfærslu á 10. kafla kjarasamninga aðila þannig að hann taki til fjölbreytts skilgreinds starfstengds náms og námskeiða á vegum fræðsluaðila, sem hafa hlotið viðurkenningu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 eða lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. 
  • Stuðla að þróun og framboði námskeiða sem sérsniðnar eru að þörfum sveitarfélaga.
  • Taka þátt í og fylgjast með þróun raunfærnimats sem aðilar að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og í samstarfi við Fræðslusetrið Starfsmennt.
  • Fylgjast með þróun vinnu við flokkun náms/ starfa á hæfnisþrep samkvæmt námskrá á öllum skólastigum.

Fulltrúar sambandsins:
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður
Berglind Eva Ólafsdóttir
Margrét Sigurðardóttir

Fulltrúar BSRB:
Arna Jakobína Björnsdóttir, varaformaður
Karl Rúnar Þórsson

Fulltrúi ASÍ:
Árni Steinar Stefánsson

Á fundi starfsþróunarnefndar þann 29. mars var samþykkt að gera breytingar á reglum starfsþróunarnefndar sem gilda frá 1. apríl 2021.

Reglur starfsþróunarnefndar