Kjaramálanefnd

Stjórn sambandsins skipar kjaramálanefnd, sem er stjórn og kjarasviði til ráðgjafar  í vinnumarkaðsmálum, kjarasamningagerð og við undirbúning kjarastefnu og samningsmarkmiða Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í nefndinni sitja fulltrúar úr stjórn sambandsins og sérfræðingar í kjaramálum sveitarfélaga.

Helstu verkefni nefndarinnar eru að:

 • taka þátt í undirbúningi stefnumótunar  sambandsins á sviði kjara- og mannauðsmála
 • vera til ráðgjafar við undirbúning kjaraviðræðna
 • vera til ráðgjafar um hvernig efla megi  sveitarfélögin á hverjum tíma í vinnuveitendahlutverki sínu
 • styrkja tengsl sambandsins við sérfræðinga sveitarfélaganna í kjara- og mannauðsmálum
 • gefa umsagnir um kjara- og mannauðsmál að beiðni stjórnar og starfsmanna sambandsins
 • koma að undirbúningi kjararannsókna
 • vekja athygli á þróun og breytingum í vinnumarkaðsmálum, innanlands og erlendis, sem nefndin telur þörf á að sambandið vinni að eða miðli upplýsingum um
 • vekja athygli á málefnum í rekstri og starfsmannamálum sveitarfélaga sem þurfa skoðunar við á vettvangi sambandsins

Í nefndinni sitja 2022-2026:

 • Halla Margrét Tryggvadóttir, sviðsstjóri mannauðssviðs Akureyrarbæjar,
 • Margrét Sanders, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og stjórnarmaður í sambandinu,
 • Lóa Birna Birgisdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar,
 • Jón Björn Hákonarson, stjórnarmaður í sambandinu,
 • Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar,
 • Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar og
 • Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.

Sérfræðingar í Samninganefnd sveitarfélaga sitja fundi nefndarinnar þegar málefni er varða kjaraviðræður, sem þeir eiga beina aðkomu að, eru til umfjöllunar í nefndinni. Formaður samninganefndarinnar boðar til og stjórnar fundum nefndarinnar.

Fundargerðir nefndarinnar eru lagðar fyrir stjórn sambandsins til kynningar eða eftir tilvikum til staðfestingar en eru að öðru leyti ekki til opinberrar birtingar.

Stjórn sambandsins setur markmið og mótar stefnu sambandsins í kjaramálum og formaður Samninganefndar sveitarfélaga auk framkvæmdastjóra sambandsins bera ábyrgð á að markmiðum og stefnu sambandsins í kjarasamningagerð sé fylgt.