Skólastefna sveitarfélaga

Samþykkt hefur verið Stefnumörkun og starfsáætlun skólamála hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samhliða er horfið frá því að gefa út sérstaka skólamálastefnu sambandsins.

Stefnumörkun og starfsáætlun skólamála byggir á stefnu sambandsins sem sett er til fjögurra ára eins og landsþing ákvarðar hana. Á grundvelli hennar er unnin starfsáætlun hvers sviðs sambandsins til eins árs í senn. Í lok hvers starfsárs er lagt mat á árangur vinnu að einstökum málum vegna undirbúnings starfsáætlunar næsta árs.

Skólamál heyra undir lögfræði- og velferðarsviðsambandsins.

Stefnumörkun og starfsáætlun skólamála hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Landsþing sambandsins markar stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga til fjögurra ára í senn. Stjórn sambandsins tekur hana svo til endanlegrar umfjöllunar og afgreiðslu. Stefnumörkun sambandsins nær til flestra meginþátta í starfsemi þess. Hún er lögð til grundvallar við ákvarðanatöku stjórnar, vinnu starfsmanna sambandsins og þeirra fulltrúa sem tilnefndir eru á vegum þess í nefndir, ráð og stjórnir.

Starfsáætlun

Hvert svið sambandsins, auk framkvæmdastjóra og yfirstjórnar þess, setja sér starfsáætlun til eins árs í senn á grundvelli stefnumörkunar. Í lok hvers starfsárs er lagt mat á árangur vinnu að einstökum málum á undangengnu starfsári við undirbúning starfsáætlunar næsta árs. Skólamál heyra undir lögfræði- og velferðarsvið sambandsins.

Skólamálanefnd

Fræðslumálanefnd sambandsins er skipuð 5 fulltrúum sveitarfélaga og starfar á grundvelli erindisbréfs. Hún er ráðgefandi fyrir stjórn og starfsmenn sambandsins í skólamálum, tekur þátt í undirbúningi stefnumótunar og er til ráðgjafar við gerð starfsáætlunar í skólamálum.

Skólateymi

Sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs ásamt skólamálafulltrúa og sérfræðingum lögfræði- og velferðarsviðs, hag- og upplýsingasviðs og kjarasviðs eiga sæti í skólateymi sambandsins samkvæmt nánari ákvörðun sviðsstjóra.

Skólateyminu er sett erindisbréf þar sem tilgangur þess, leiðarljós, hlutverk og verkefni eru tilgreind.

Skólateymi hittist á sex vikna fresti eða eftir þörfum. Sá hluti starfsáætlunar lögfræði- og velferðarsviðs sem lýtur að skólamálum liggur til grundvallar vinnu teymisins.

Á fundunum er farið yfir þau verkefni sem koma fram í starfsáætlun ársins og önnur sem bæst hafa við og unnið er að. Farið er yfir hver ber ábyrgð á og vinnur að einstaka máli, hvar málið er statt og hver niðurstaðan er ef því er lokið.

Nýjum málum er bætt inn þegar þau verða til. Á milli funda uppfæra meðlimir teymisins starfsáætlunarskjalið og skrá hjá sér framgang mála. Tvisvar á ári, heldur teymið fundi þar sem starfsáætlun er uppfærð.