Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum nr. 1040 frá 2011 kallar á leiðbeiningar og verklagsreglur.
Á grundvelli 7. greinar geta foreldrar eða skólar geta óskað eftir aðstoð sérstaks fagráðs sem starfar á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytis ef ekki tekst að finna viðunandi lausn innan skóla eða sveitarfélags, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og aðkomu sérfræðiþjónustu. Ráðuneytið hefur gefið út verklagsreglur um vísun mála til fagráðsins.
Á grundvelli 9. greinar hafa komið út viðmið um skólareglur og hvernig bregðast skal við brotum á þeim. Sveitarfélagið Árborg reið á vaðið og eru þau viðmið og verklagsreglur aðgengileg á síðunni og geta önnur sveitarfélög haft þau til viðmiðunar við gerð eigin reglna (þær reglur eru nú í yfirferð og verða birtar þegar þær hafa verið samþykktar að nýju). Þá stendur yfir vinna við uppfærslu verklagsreglna skóla- og frístundasviðs en eldri reglur má nálgast á vef borgarinnar.
Á grundvelli 13. greinar hefur sambandið gefið út leiðbeiningar sem fjalla um líkamlegt inngrip í mál nemenda vegna óásættanlegrar og/eða skaðlegrar hegðunar og fleiri atvika af slíkum toga.
Í 4. mgr. 13. greinar reglugerðarinnar er fjallað um nemendur á skólatíma sem eru „undir áhrifum eiturlyfja“. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út túlkun á þessari málsgrein sem jafnframt sem hér er aðgengileg.
Þá hefur sambandið gefið út leiðbeiningar til skólastjóra og forsvarsmanna skólaskrifstofa vegna erfiðra ágreiningsmála sem upp koma í starfi grunnskólans. Mikilvægt er að í slíkum málum sé gætt að stjórnsýslulögum í hvívetna.