Hljóðvist og raddvernd

Góð hljóðvist ætti að vera hagsmunamál allra er koma að skólastarfi. Hávaði getur haft víðtæk áhrif á heilsu og líðan einstaklinga. Börn eru mun viðkvæmari fyrir hávaða en fullorðnir og minna þarf til að heyrn þeirra skaðist. Ýmislegt er hægt að gera til að draga úr hávaða með litlum tilkostnaði.

Kennarar þurfa að kunna á atvinnutæki sitt, röddina, og vita hvað getur skaðað það. Rödd kennarans þarf að vera áheyrileg og geta gegnt ætlunarverki sínu, nemandinn þarf að hafa gagn af hlustun og umhverfið má ekki spilla þar fyrir.