Samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga um skýra verka- og ábyrgðarskiptingu í opinberri þjónustu hefur sett fram tillögu að breyttu fyrirkomulagi talmeinaþjónustu við skólabörn.
Tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir að talmeinaþjónusta verði skilgreind sem hluti af skólaþjónustu í skilningi laga um leik- og grunnskóla. Markmiðið er að tryggja betur en nú er að þjónustan sé samþætt, samfelld og veitt í nærumhverfi barnsins (eftir því sem kostur er).