Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga. Það er dregið af launum launþega ásamt tekjuskatti ríkisins. Útsvarsprósentan getur verið mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars. Samkvæmt tekjustofnalögum getur útsvarsprósentan hæst verið 14,74% en lægst 12,44%.