Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga. Það er lagt á tekjur einstaklinga – aðrar en fjármagnstekjur- og er innheimt í staðgreiðslu að stærstum hluta. Stofn til álagningar útsvars er hinn sami og tekjuskattstofn ríkisins og er útsvarið innheimt samhliða tekjuskattinum. Útsvar er þannig greitt af launum, lífeyri, bótum almannatrygginga, atvinnuleysisbótum, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga o.fl. Útsvar er hlutfallslegur skattur, sama útsvarsprósenta er lögð á allar tekjur einstaklings óháð því hversu háar tekjur hann hefur. Samkvæmt lögum um tekjustofna má útsvarsprósenta vera 14,74% að hámarki en 12,44% að lágmarki. Að fenginni heimild ráðherra getur þó sveitarstjórn sem er í verulegri fjárþröng innheimt útsvar með sérstöku álagi, allt að 25% umfram hámark
Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga 2023
Greidd staðgreiðsla
Greidd staðgreiðsla PowerBI
Uppgjör útsvars 2023 vegna launa 2022
Staðgreiðsluuppgjör 2022
Útsvarsprósentur sveitarfélaga
Uppgjör útsvars 2022 vegna launa 2021
Uppgjör útsvars 2021 vegna launa 2020
Staðgreiðsluskyldar tekjur (Analytica)
Sjálfbærni sveitarfélaga (Analytica)