Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að greiða framlög til sveitarfélaga í þeim tilgangi að jafna mismunandi tekjuöflunarmöguleika og útgjaldaþörf þeirra. Af því leiðir að framlög til sveitarfélaga eru mjög mismunandi. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga og hefur ráðherra sveitarstjórnarmála á hendi yfirstjórn sjóðsins.
Jöfnunarsjóður hefur markaðar tekjur sem ráðast af skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Hann fær sem nemur 2,111% af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs og tryggingargjöldum og 0,264% af álagningarstofni útsvars síðastliðins tekjuárs. Til viðbótar rennur til sjóðsins ákveðin hlutdeild af útsvarsstofni hvers árs: 0,77% vegna reksturs grunnskóla og 0,99% vegna málefna fatlaðs fólks. Framlög jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga skiptast í jöfnunarframlög, þ.á m. vegna reksturs grunnskóla og vegna málefna fatlaðs fólks, bundin framlög, þ.á m. til samtaka sveitarfélaga og sérstök framlög, þ.á m. til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga