Fasteignaskattur

Fasteignaskattur er annar stærsti tekjustofn sveitarfélaganna og er lagður árlega á flestar fasteignir í landinu.

  • A-skattur er lagður á íbúðarhúsnæði og getur verið allt að 0,5% af fasteignamati.
  • B-skattur er lagður á ýmsar opinberar byggingar og er 1,32% af fasteignamati.
  • C-skattur er lagður á atvinnuhúsnæði og annað húsnæði sem ekki fellur undir A- eða B-skatt og getur verið allt að 1,32% af fasteignamati.

Heimilt er sveitarstjórn að hækka álagningu A- og C-skatta um allt 25%. Hámarksálagning A-skatts er þá 0,625% og C-skatts 1,65%.