Sýnir breytingu á handbæru fé sveitarfélagsins frá upphafi til loka árs. Skiptist í rekstrar-, fjárfestinga- og fjármögnunarhreyfingar.
Sýnir breytingar sem verða á eignahlið efnahagsreiknings á árinu sem hafa áhrif á sjóðstöðu. Skiptist m.a. í fjárfestingu í varanlegum rekstrarfjármunum og söluverðs seldra rekstrarfjármuna.
Sýnir breytingar sem verða á skuldahlið efnahagsreiknings á árinu sem hafa áhrif á sjóðstöðu. Skiptist m.a. í tekin ný langtímalán og afborganir langtímalána.
Sýnir inn og útsreymi handbærs fjár sem rekja má til reksturs sveitarfélagsins. Lykiltala: veltufé frá rekstri.
Sýnir hvaða fjármunir eru til staðar til greiðslu afborgana og lána og til fjárfestinga eftir að reikningar vegna daglegs rekstrar hafa verið greiddir.