Efnahagsreikningur

Samantekt um eignir, skuldir og eigið fé sveitarfélags. Lykiltala: skuldir og skuldbindingar.

Verðmæti eigna að frádregnum skuldum.

Peningar í sjóði eða kröfur sem auðvelt er að breyta í peninga innan þriggja mánaða.

Kröfur sem greiddar eru upp á lengri tíma en einu ári.

Skuldir sem greiddar eru upp á lengri tíma en einu ári.

Núvirtar framtíðar leigugreiðslur frá ríkissjóði vegna afnota af eignum sem sveitarfélag hefur byggt. Leiguskuldbindingar eru eignfærðar hjá sveitarfélagi og koma til frádráttar skulda og skuldbindinga í útreikningi á skuldaviðmiði.

Skuldbinding sveitarfélags til að greiða í framtíðinni það sem vantar upp á að iðgjöld standi undir lífeyrisgreiðslum þeirra sem aðild eiga að lokuðum B-deildum lífeyrissjóða. Lífeyrisskuldbinding er færð skuldamegin í efnhagsreikningi og árleg breyting hennar til gjalda í rekstrarreikningi.

Samtala peningalegra eigna að frádregnum skuldum.

Veltufjármunir að viðbættum langtímakröfum og áhættufjárfestingum sem eru á markaði.

Skuldir sem eru á gjalddaga innan eins árs. Næsta árs afborganir langtímalána eru færðar sem skammtímaskuldir.

Skuldir og skuldbindingar samstæðu A- og B-hluta mega ekki vera hærri en 150% af tekjum samstæðunnar. Heimilt er að undanskilja ákveðnar skuldbindingar.

Skuldir og skuldbindingar samstæðu A- og B-hluta að frádregnum veltufjármunum, lífeyrisskuldbindingum og leiguskuldbindingum ríkissjóðs sem hlutfall af tekjum samstæðunnar.

Skuldbinding sveitarfélags til að greiða í framtíðinni fjárhæð sem þó er ekki vitað með vissu hversu há er né hvernær hún fellur til. Dæmi lífeyrisskuldbinding.

Hlutfall milli veltufjármuna og skammtímaskulda. Þegar veltufjármunir eru meiri en skammtímaskuldir er hlutfallið yfir einum.

Eignir sem hægt er að breyta í lausafé innan eins árs, s.s. peningar, birgðir og viðskiptakröfur.