Almennar skilgreiningar

Hefðbundin starfsemi sveitarfélags er lýtur fyrst og fremst að lögbundnum verkefnum þess og er að öllu leyti eða hluta fjármögnuð með skatttekjum.

Aðalsjóður og aðrir sjóðir (t.d. eignasjóður) eða stofnanir sem að hluta eða öllu leyti er fjármagnaður af skatttekjum. (60.gr. sveitarstjórnarlaga)

Starfsemi sveitarfélags sem að hálfu eða öllu leyti er í eigu sveitarfélagsins og aflar meirihluta tekna sinna með sölu vöru og þjónustu á markaði. Sem dæmi má nefna rekstur hafna, vatnsveitur og sorpeyðingu. (60. gr. sveitarstjórnarlaga)

Samanlagðir ársreikningar A- og B-hluta þar sem innbyrðis staða og viðskipti hafa verið hreinsuð út.

Sameiginlegur rekstur sveitarfélaga um afmörkuð verkefni, svo sem rekstur skóla, brunavarnir og þjónusta við fatlað fólk. (94.-96. gr. sveitarstjórnarlaga)

Nefnd á vegum ráðuneytis sveitarstjórnarmála sem falið er að fylgjast með fjármálum sveitarfélaga og hafa eftirlit með því að fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði laga. (77. -82. gr. sveitarstjórnarlaga)

A-hluta stofnun sem hefur með höndum umsýslu fastafjármuna sem nýttir eru fyrst og fremst af aðalsjóði sveitarfélagsins. (Rg 1212/2015, gr. 8-12).

Áætlun um tekjur, gjöld og fjárfestingar sveitarfélags á næsta starfsári og áranna þriggja þar á eftir. (61. gr. sveitarstjórnarlaga)

Fjárhagslega sjálfstæðar rekstrareiningar sem taldar eru til B-hluta í reikningum sveitarfélaga.

Sjóður sem veitir fjármunum til sveitarfélaganna til að draga úr fjárhagslegum aðstöðumun milli þeirra þannig að þeim sé gert kleift að sinna lögbundnum verkefnum. (Lög um tekjustofna sveitarfélaga

Opinbert hlutafélag (ohf.) í eigu sveitarfélaganna. Hlutverk hans er að tryggja sveitarfélögunum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum lánsfé á hagstæðum kjörum. Aðeins lánasjóðurinn hefur heimild til að taka veð í skatttekjum sveitarfélaga.

Samtök sveitarfélaga í hverjum landshluta sem vinna að sameiginlegum hagsmunamálum. (97.gr. sveitarstjórnarlaga)

Verkefni sveitarfélaga og útgjalda þættir flokkaðir eftir verksviðum. Meðal málaflokka má nefna fræðslumál og félagsþjónusta. Málaflokkum er skipt í deildir og þannig eru t.d. leikskólar deild innan málaflokksins fræðslumál.

Nefnd á vegum ráðuneytis sveitarstjórnarmála sem falið er að stuðla að samræmingu í reikningsskilum sveitarfélaga (74. gr. sveitarstjórnarlaga)

Bókhaldslega aðskilinn starfsemisþáttur í sveitarfélagi, hvort sem um er að ræða fjárhagslega sjálfstæða einingu eða ekki.

Rekstrareiningar sem fjármagnaðar eru af skatttekjum og falla að öllu jöfnu falla undir A-hluta.

A-hluta stofnun sem starfrækir áhaldahús og véla­miðstöð. (13.gr. rg. 1212/2015).