Félagsþjónustunefnd

Félagsþjónustunefnd hefur starfað frá árinu 2009 og hefur það hlutverk:

að vera ráðgefandi fyrir stjórn og starfsmenn sambandsins um verkefni sveitarfélaga á sviði félagsþjónustu og flutning verkefna á því sviði frá ríki til sveitarfélaga.

Meðal verkefna nefndarinnar er að gera tillögur um áherslur og stefnumótun sveitarfélaga á sviði nefndarinnar, svo sem í málefnum fatlaðra og aldraðra, barnaverndarmálum og húsnæðismálum. Þá veitir nefndin álit sitt um lagafrumvörp og reglugerðir að beiðni stjórnar og starfsmanna sambandsins.

Jafnframt fjallar nefndin um mál sem hún telur að þarfnist úrlausnar á vettvangi sambandsins, sem og á þróun og breytingum, innanlands og erlendis. Nefndin er til ráðgjafar við undirbúning viðburða sambandsins á sviði félagsþjónustumála og bendir á mál sem mál sem vert er að sambandið vinni að eða miðli upplýsingum um.

Félagsþjónustunefnd 2022-2026

  • Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps
  • Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga,
  • Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri Múlaþings,
  • Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og
  • Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Hafnarfjarðarbæjar

Félagsþjónustunefnd fundar að jafnaði minnst fjórum sinnum á ári.