Skipurit skrifstofu sambandsins

Starfsemi á skrifstofu sambandsins er skipt upp í þrjú meginsvið, þ.e. Þjónustusvið, Þróunarsvið og Stjórnsýslusvið. Hverju þessara sviða stýrir sviðsstjóri en framkvæmdastjóri sambandsins fer með samræmingu og eftirfylgni. Að auki er starfandi Samninganefnd sveitarfélaga sem sér um kjarasamningsgerð og viðræður. Í yfirstjórn eiga sæti auk framkvæmastjóra, sviðsstjórar, yfirlögfræðingur, formaður samninganefndar og samskiptastjóri.

Þvert á sviðin starfa teymi og eru þau skipuð sérfræðingum á sviðunum. Bæði er um að ræða föst teymi en einnig verkefnateymi sem hafa skýrt afmörkuð verkefnið með byrjun og endi. Tilgangur teymanna er að efla og samhæfa starf sambandsins og að nýta sem best þekkingu og reynslu starfsfólks sambandsins þvert á svið þess.

Skipurit Sambands íslenskra sveitarfélaga sem tók í gildi 1. desember 2023.