Skipurit skrifstofu sambandsins

Starfsemi á skrifstofu sambandsins er skipt upp í fimm meginsvið, þ.e. rekstrar- og útgáfusvið, þróunar- og alþjóðasvið, lögfræði- og velferðarsvið, hag- og upplýsingasvið og kjarasvið. Hverju þessara sviða stýrir sviðsstjóri en framkvæmdastjóri sambandsins fer með samræmingu og eftirfylgni.

Sett hafa verið á laggirnar fjögur teymi sem ganga þvert á fjögur fagsvið sambandsins og eru þau skipuð sérfræðingum á sviðunum. Teymin fjögur eru Evróputeymi, félagsþjónustuteymi, mannauðsteymi og skólateymi. Tilgangur teymanna er að efla og samhæfa starf sambandsins í viðkomandi málaflokki og að nýta sem best þekkingu og reynslu starfsmanna sambandsins þvert á svið þess.

Fjórar fastanefndir starfa á vegum sambandsins, þ.e. skólamálanefnd, skipulagsmálanefnd, félagsþjónustunefnd og kjaramálanefnd. Hlutverk nefndanna er að vera ráðgefandi fyrir stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og starfsmenn sambandsins í viðkomandi málaflokki.

Skipurit Sambands íslenskra sveitarfélaga