Námsferð til Eistlands 2023

Sambandið og Samtök stjórnenda á stjórnsýslu- og fjármálasviðum sveitarfélaga (SSSFS) standa fyrir námsferð um stafræna umbreytingu sveitarfélaga til Eistlands í lok ágúst nk. Eistland er meðal fremstu þjóða í heimi  í stafrænni umbreytingu. Eistneskt þekkingarsetur um stafræna umbreytingu hjá hinu opinbera, E-Governance Acedamy, e-GA, aðstoðar við skipulagningu, sjá meðf. drög að dagskrá.

Dagana 28. og 29. verður námsdagskrá í Tallinn en 30. mun hópurinn heimsækja sveitarfélög á Pärnu svæðinu sem er í um 120 km. fjarlægð frá Tallinn.

Gera má ráð fyrir að kostnaður við hótel, námsdagskrá og rútuferðir verði á bilinu kr. 140.000-150.000 en gæti sveiflast eitthvað miðað hver endanlegur fjöldi þátttakenda verður. Sambandið mun sjá um greiðslu til e-GA en gefa síðan út reikning til viðkomandi sveitarfélags eða þátttakenda eftir því sem við á.

Þátttakendur þurfa sjálfir að sjá um að bóka flug og greiða fyrir það. Til þess að taka fullan þátt í dagskrá þurfa þátttakendur að vera komnir til Tallinn sunnudaginn 27. ágúst og fljúga heim 31. ágúst að öllum líkindum þar sem ekki er í boði beint flug á milli Íslands og Tallinn.

Ýmsar flugleiðir koma til greina en líklegast er einfaldast að fljúga með Finnair kl. 9:25, 27. ágúst, alla leið til Tallinn með millilendingu í Helsinki, sjá meðf. ”Island itinerary option”.

E-GA sjá um að bóka hótel fyrir hópinn í Tallinn fjórar nætur frá 27. ágúst. Þátttakendur þurfa að láta sambandið vita ef þeir óska eftir hótelbókun skemur eða lengur en frá 27.-31. ágúst.

Makar eru velkomnir en ekki er gert ráð fyrir að þeir taki þátt í námsdagskránni, a.m.k. ekki í Tallinn.

Við vonum að þið sýnið skilning á því að vegna yfirvofandi sumarfría þurfa skráningar að berast með hraði eða í sl. á hádegi 7. júlí þar sem eGA er með sumarlokun eftir þá helgi.

Nánari upplýsingar veita undirritaðar

Anna G. Björnsdóttir, anna@samband.is

Fjóla María Ágústsdóttir, fjola@samband.is

Bryndís Ósk Jónsdóttir, bryndis@isafjordur.is