Byggðastofnun hefur sett saman og birt yfirlit yfir alla verkefnastyrki sem hafa verið veittir í Brothættum byggðum frá upphafi. Er þetta í anda aukins gagnsæsis og opinnar stjórnsýslu.
Byggðastofnun hefur sett saman og birt yfirlit yfir alla verkefnastyrki sem hafa verið veittir í Brothættum byggðum frá upphafi. Er þetta í anda aukins gagnsæsis og opinnar stjórnsýslu.
Í frétt Byggðastofnunar kemur fram að stofnunin hafi alls veitt 170.300.000 krónum í verkefnastyrki í Brothættum byggðum og hafi þeir orðið mörgum einstaklingum og félögum hvatning til að hrinda áhugaverðum hugmyndum í framkvæmd. Einnig hafa styrkirnir hvatt nokkra styrkþega til að sækja í aðra sjóði, s.s. Uppbyggingarsjóði, með ágætum árangri. Dæmi eru um að úr verkefnunum hafi sprottið áhugaverð ný fyrirtæki og atvinnutækifæri.