Halldór Halldórsson, formaður, veitti í dag viðtöku fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga stefnumótunar- og leiðbeiningarrit Landverndar Virkjun vindorku á Íslandi. Í ritinu er vindorkustefna samtakanna lögð fram til kynningar og umræðu.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, veitti í dag stefnumótunar- og leiðbeiningarriti Landverndar Virkjun vindorku á Íslandi viðtöku fyrir hönd sambandsins. Í ritinu er gerð grein fyrir vindorkustefnu samtakanna til kynningar og umræðu.
Í samantekt ritsins segir að Landvernd vonist til að framkvæmdaraðilar og sveitarfélög geti nýtt sér þessa stefnumörkun samtakanna, til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif samfara framkvæmdum vegna vindorkuvirkjana.
Snorri Baldursson, stjórnarmaður, afhenti fyrir hönd samtakanna stefnumótunar- og leiðbeiningarritið, en auk hans voru viðstödd að hálfu Landverndar Salóme Hallfreðsdóttir, starfandi framkvæmdastjóri, og Þóroddur Þóroddsson, verkefnastjóri í vindmylluverkefni Landverndar.
Að afhendingu lokinni kynntu fulltrúar Landverndar stefnu samtakanna í vindorkumálum. Kom m.a. fram að stefnan byggi á því hvar eigi ekki að reisa vindorkuvirkjanir, eins og greint er nánar frá í fyrri hluta ritsins. Í síðari hlutanum er svo fjallað um þörf á stefnumörkun í skipulagi sveitarfélaga og á landsvísu, auk gátlista sem þar er að finna. Vonast Landvernd til að gátlistinn hjálpi til við undirbúning skipulagsáætlana og í samskiptum sveitarstjórna við framkvæmdaraðila. Þá kom fram að Landvernd mun dreifa ritinu til allra sveitarstjórna með tölvupósti.
Fyrir hönd sambandsins voru viðstödd, auk Halldórs, Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri og eru þeir jafnframt stjórnarmenn hjá sambandinu, en úr starfsliði sambandsins voru þau Karl Björnsson, framkvæmdastjóri, Guðjón Bragason, sviðsstjóri og Helga Guðrún Jónasdóttir, samskiptastjóri.
Stefnumótunar og leiðbeiningarritinu verður vísað til skipulagsmálanefndar sambandsins.
F.v. Salóme Hallfreðsdóttir, Þóroddur Þóroddsson, Snorri Baldursson, Halldór Halldórsson, Eiríkur Björn Björgvinsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Guðjón Bragason og Karl Björnsson.
(Ljósm/IH)