Vinnustofa Sveitarfélagaskólans farin af stað

Vinnustofa Sveitarfélagskólans er mjög frábrugðin hefðbundnu námskeiði sem áður var haldið í upphafi kjörtímabils fyrir nýkjörið sveitarstjórnarfólk. Ekki er um fyrirlestra að ræða heldur er þátttaka fulltrúa mikilvæg við að leysa ýmis verkefni.

Vinnustofan er hugsuð fyrir bæði aðal- og varamenn í sveitarstjórnum ásamt framkvæmdastjórum sveitarfélaga.

Markmið sambandsins með vinnustofunum er annars vegar að vinna með upplifanir kjörinna fulltrúa um samstarf og samvinnu og hvaða áskoranir eru þar til staðar. Sú áhersla byggir m.a. á niðurstöðum skýrslu verkefnastjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. Í kjölfarið vinna hóparnir að lausnaleit.

Hins vegar er markmið vinnustofunnar að ítra námsefni Sveitarfélagaskólans með raunhæfum verkefnum.

Vinnustofan er þannig  kjörinn vettvangur fyrir  allt sveitarstjórnarfólk, hvort sem um nýliða eða reynslubolta er að ræða, þar sem þeim gefst tækifæri til þess að spegla sig við aðra í sömu stöðu og ræða sameiginleg álitaefni sem upp geta komið í þeirra sveitarfélagi.

Nú þegar hafa verið haldnar vinnustofur á bæði Suðurlandi og á Vesturlandi

Hér fyrir neðan má sjá myndir af vinnustofunum ásamt endurgjöf þátttakenda.

Frá vinnustofunni í Borgarnesi

Vinnustofan hefur mælst vel fyrir hjá kjörnum fulltrúum sem tekið hafa þátt. það sýna niðurstöður námskeiðsmatsins en í því kemur meðal annars fram:

  • Allir þáttakendur voru sammála eða mjög sammála því að tíma þeirra væri vel varið á vinnustofunni.
  • Allir þátttakendur voru sammála eða mjög sammála því að vinnustofan hafi verið gagnleg.
  • Öllum þátttakendum þótti vinnustofuformið takast vel eða mjög vel til.

 Aðspurðir um hvað tókst sérstaklega vel á vinnustofunni kom meðal annars fram:

  • Uppsetning og skipulag. Gott að vinna verkefnin í hópum en ekki sitja yfir löngum svörum.
  • Góð og krefjandi verkefni.
  • Samtalið við aðra bæjarfulltrúa og speglunin við þau.
  • Skipulagið gott og tímalína stóðst.
  • Ég er mjög ánægð og þetta á eftir að gagnast mér vel.
  • Þetta var virkilega lærdómsríkt og frábært að hitta ykkur, svo jákvæð og skemmtileg.
  • Samtalið og endurgjöf annarra, reynsla þeirra sem hafa verið starfandi fulltrúar lengur en ég.

Leiðbeinendur á námskeiðinu ræddu einnig við Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur, varaoddvita Rangárþings ytra, þar sem hún lýsti reynslu sinni af vinnustofunni.

10:00 Kynning og undirbúningur
Eftirtalin munu leiða vinnustofu Sveitarfélagaskólans:
Flosi H. Sigurðsson, lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði
Valgerður Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði
Valgerður Rún Benediktsdóttir, lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði
10:10 Árangursríkt samstarf, innleiðing og hópavinna
Unnið er í hópum með upplifun þátttakenda af samvinnu og samstarfi og hvaða áskoranir eru til staðar. Í kjölfarið vinna hóparnir að lausnaleit.
11:40 Hádegismatur
12:30 Árangursríkt samstarf, framhald hópavinnu
14:00 Raunhæf verkefni úr Sveitarfélagaskólanum
1-2 dögum fyrir vinnustofu fá þátttakendur senda dæmisögu úr Sveitarfélaginu Fagrafirði ásamt spurningum.
Hver hópur vinnur saman að úrlausn verkefna.
15:40 Samantekt eftir daginn
15:50 Námskeiðsmat

14. mars Suðurland I Hótel Selfoss LOKIÐ
29. mars Vesturland B59 hotel, Borgarnesi LOKIÐ
11. apríl SSNA Hotel KEA LOKIÐ
22. maí Höfuðborgarsv. Safnaðarheimili Kópavogskirkju Skráning á vinnustofuna
September Austfirðir Í vinnslu
Í vinnslu Vestfirðir Í vinnslu
Í vinnslu Norðurland vestra Í vinnslu
Í vinnslu Suðurland II Í vinnslu

Sambandið hvetur allt sveitarstjórnarfólk og framkvæmdastjóra sveitarfélaga til þess að nýta sér þetta metnaðarfulla námskeið til þess að fá nýja sýn á verkefnin og ekki síður til að heyra frá öðrum úr landshlutanum.