Vinna við gerð aðgerðaáætlunar Ferðamálastefnu 2030

Á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytis er unnið að gerð aðgerðaráætlunar Ferðamálastefnu til 2030, til samræmis við áherslur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og á grundvelli stefnuramma ferðaþjónustu frá 2019.

Sjö starfshópar eru að störfum sem falið hefur verið að vinna tillögur að aðgerðum inn í aðgerðaáætlunina. Gert er ráð fyrir að stefnan og aðgerðaáætlunin verði lögð fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar á vorþingi 2024. Verkefnið í heild er leitt af stýrihópi  á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins með lykil hagaðilum. Umræddir sjö starfshópar ná utan um eftirfarandi efnisatriði ferðamálastefnu:

  • sjálfbærni og orkuskipti,
  • samkeppnishæfni og verðmætasköpun,
  • rannsóknir og nýsköpun,
  • uppbygging áfangastaða,
  • hæfni og gæði,
  • heilsu-, veitinga- og hvataferðaþjónusta,
  • menningartengd ferðaþjónusta.

Nýverið var opnuð sérstök vefsíða um verkefnið og vísast nánar til þeirra upplýsinga sem þar koma fram:

https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/ferdathjonusta/ferdamalastefna/

Samband íslenskra sveitarfélaga vill vekja athygli á þessu verkefni, og vefsíðunni sem vísað er í hér að framan, og hvetja alla hagaðila til að kynna sér verkefnið og senda inn, í gegnum vefsíðuna, ábendingar, hugmyndir og tillögur sem nýst gætu við vinnu við mótun aðgerðaráætlunar Ferðamálastefnu til 2030.