Vika6

Í tilefni Viku6 hefur Jafnréttisskóli Reykjavíkur staðið fyrir gerð fræðslumola á myndbandaformi í samstarfi við UngRÚV sem fjalla um kynlíf og kynvitund ungs fólks út frá ólíkum sjónarhornum.

Myndböndin eru birt á heimasíðu UngRÚV, á síðu Jafnréttisskólans og á vefgáttinni StoppOfbeldi sem opnuð var í tengslum við innleiðingu þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Myndböndin er til dæmis hægt að nota sem kveikjur að umræðum í kennslutímum. Þemað í ár er „Samskipti og sambönd“. Þemað hentar mjög vel í vinnu með börnum á öllum aldri því við þurfum alltaf að vera að æfa okkur í að eiga góð og heilbrigð samskipti. Með yngri börnum getum við beint athyglinni að vinasamböndum og samböndum innan fjölskyldu t.d. systkina. Með eldri börnum getum við rætt um vinasambönd og parsambönd, hvað er heilbrigt og hvað ekki?

Allt skólafólk, í öllum landsbyggðum getur tekið þátt í Viku6.

Vika6 fer fram dagana 5. til 9. febrúar 2024.

Nánari upplýsingar.