Verkefnastjóri snjallra og grænna verkefna

Við leitum að liðsauka. Starfið felur í sér styrkjasókn í þágu íslenskra sveitarfélaga í evrópska sjóði á sviði umhverfis-, loftslags og stafrænna mála.

Starfið snýst um að þróa verkefnahugmyndir, finna samstarfsaðila innanlands og utan og sækja um styrki til að fjármagna verkefni á þessum sviðum. Starfið felur einnig í sér að fylgja eftir verkefnum sem verða styrkt.

Starfið er án fastrar starfsstöðvar og felur í sér náið samstarf við Rannís, sveitarfélög, landshlutasamtök sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélög.

Nánari starfslýsing

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á sjóðum Evrópusambandsins
  • Reynsla af skrifum umsókna og rekstri verkefna sem styrkt hafa verið af Evrópusambandinu
  • Þekking á íslenskri stjórnsýslu og hlutverki sveitarfélaga
  • Reynsla af verkefnastjórnun
  • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði tal- og ritmáli
  • Metnaður til að ná árangri í starfi með því að sýna vönduð vinnubrögð, frumkvæði og veita góða þjónustu

Sambandið er framsækinn og skemmtilegur vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn hóp og skapar starfsfólki gott svigrúm til starfsþróunar. Sambandið er heilsueflandi og mannauðshugsandi vinnustaður sem leggur áherslu á fjölskylduvænt umhverfi. Jafnræðis skal gætt í hvívetna við ráðningu og leitast er við að mannauður sambandsins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendu uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjanda.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs sambandsins (valur@samband.is) og Óttar Freyr Gíslason, forstöðumaður Evrópuskrifstofu sambandsins (ottarfreyr@samband.is).

Umsókn skal fylgja ferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf, þar sem fram kemur m.a. rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Sótt er um starfið á alfred.is.