Verkalýðsfélag Akraness samþykkir kjarasamning með öllum greiddum atkvæðum

Í gær lauk kosningu Verkalýðsfélags Akraness vegna kjarasamnings félagsins við Samband íslenskra sveitafélaga. Þeir sem heyra undir þennan kjarasamning eru félagsmenn VLFA sem starfa hjá Akraneskaupstað, Hvalfjarðasveit og dvalar-og hjúkrunarheimilinu Höfða.

Í gær lauk kosningu Verkalýðsfélags Akraness vegna kjarasamnings félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þeir sem heyra undir þennan kjarasamning eru félagsmenn VLFA sem starfa hjá Akraneskaupstað, Hvalfjarðasveit og dvalar-og hjúkrunarheimilinu Höfða.

Gildistími samningsins er frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023.

Niðurstaða kosningarinnar var afgerandi en allir þeir sem kusu um samninginn sögðu já. Á kjörskrá voru 402, 62 greiddu atkvæði, eða um 15,5% félaga. 62 sögðu já sem er 100%.